75. Ársþing Íþróttabandalags Akraness fór fram fimmtudaginn 11.apríl í hátðarsalnum á Jaðarsbökkum.

Að venju voru veittar viðurkenningar fyrir störf í þágu íþróttahreyfingarinnar og fengu Leynis mennirnir Halldór Jónsson og Jón Ármann Einarsson bandalagsmerki íþróttabandalags Akraness.

Báðir hafa þeir verið félagar í Golfklúbbnum Leyni um áratuga skeið og lagt fram ómælda aðstoð sína við hin ýmsu störf á vellinum og í þágu klúbbsins.

Golfklúbburinn Leynir er heppinn að eiga félagsmenn eins og þessa tvo heiðursmenn og óskar þeim innilega til hamingju með þessa viðurkenningu.