Bændaglíman fór fram s.l. laugardag 29. september og var þar formlegu mótahaldi sumarsins lokað.
Í ár tóku þátt 22 félagsmenn GL og voru bændur í þetta skiptið Sigurður Grétar Davíðsson og Þröstur Vilhjálmsson. Lið þeirra áttust við í hörkukeppni en leikar fóru þó þannig að lið Sigurðar Grétars vann.
Í mótslok gerðu kylfingar upp úrslitin og snæddu kjötsúpu og renndu niður með léttum drykkjum í golfskálanum.
Bændaglíman er ávallt síðasta mót sumarsins og vill mótanefnd GL þakka félagsmönnum kærlega fyrir sumarið og óskar þess að sjá sem flesta næsta sumar á golfvellinum.
Frekari tilkynningar um 9 holu haustmót í október verða sendar á næstu dögum en haustmótin muna taka mið af veðri og vallaraðstæðum hverju sinni. Haustmótin eru áætluð fjögur (4) og eru þau sett á laugardagsmorgna kl. 10:00 með möguleika að færa þau yfir á sunnudaga ef veður eða aðrar ástæður krefjast þess.