Nú er sá árstími kominn að hætta er á næturfrosti ef veður er heiðskírt. Nokkra undanfarna daga hefur gras á golfvellinum hélað í stutta stund við sólarupprás. Við þessar aðstæður er hætt við skemmdum á grasinu sé umferð um það. Við þessar aðstæður þarf að loka golfvellinum tímabundið í morgunsárið til að fyrirbyggja skemmdir.
Kylfingar eru beðnir að sýna slíkum lokunum skilning og vera jafnframt á varðbergi með okkur við þessar aðstæður. Mikilvægt er að fara ekki út á golfvöll á öðrum stað en frá 1. teig þar sem skilti gefa til kynna um lokun eða ekki.