Fréttir
Haustið skellur á – ástand vallar
Vinsamlega kynnið ykkur eftirfarandi nú þegar haustar og veður er síbreytilegt. Undirbúningur Garðavallar fyrir veturinn. - Slegnar hafa verið vetrarflatir á seinni 9 holum Garðavallar (10.-18.) og tekin hola á þeim. - Félagsmenn og kylfingar eru vinsamlegast beðnir...
Haustmótaröð 2018 – skráning á golf.is
Opna haustmótaröðin 2018 hefst sunnudaginn 7.október. Veðurspáin er ágæt fyrir sunnudaginn og hvetjum við sem flesta félagsmenn að mæta og taka þátt. Fyrirkomulag er 9 holu punktakeppni þar sem kylfingar geta spilað aftur 9 holur sama daginn og látið betri...
Félagsfundur mánudaginn 8.okt. 2018
Félagsfundur Golfklúbbsins Leynis er boðaður mánudaginn 8. október kl. 18:00 í golfskála félagsins. Dagskrá: 1) Sala á eignarhlut Leynis í vélaskemmu. 2) Heimild til stjórnar GL um að ganga til samninga um sölu á eignarhlut í vélaskemmu. 3) Annað. Stjórn Golfklúbbsins...
Lið Sigurðar Grétars vann Bændaglímuna 2018
Bændaglíman fór fram s.l. laugardag 29. september og var þar formlegu mótahaldi sumarsins lokað. Í ár tóku þátt 22 félagsmenn GL og voru bændur í þetta skiptið Sigurður Grétar Davíðsson og Þröstur Vilhjálmsson. Lið þeirra áttust við í hörkukeppni en leikar fóru...
Vatnsmótið – úrslit
Vatnsmótið sem er eitt af elstu innanfélagsmótum Leynis fór fram á Garðavelli laugardaginn 22. september við ágætis vallaraðstæður. Kalt var í veðri framan af en sólinn lét sjá sig af og til sem kylfingar voru ánægðir með. 41 kylfingur tók þátt og...
Opið styrktarmót – úrslit
Opið styrktarmót fór fram á Garðavelli laugardaginn 15.september með þátttöku 81 kylfings. Veður var gott og vallaraðstæður sömuleiðis góðar og kylfingar ánægðir með ástand vallar. Helstu úrslit voru eftirfarandi Punktakeppni með forgjöf 0-10.1 1.sæti Bjarni Jónsson...
Næturfrost – kylfingar beðnir að taka tillit til aðstæðna
Nú er sá árstími kominn að hætta er á næturfrosti ef veður er heiðskírt. Nokkra undanfarna daga hefur gras á golfvellinum hélað í stutta stund við sólarupprás. Við þessar aðstæður er hætt við skemmdum á grasinu sé umferð um það. Við þessar aðstæður þarf að...
Tilkynning um lokun Ketilsflatar og aðkomu að Garðavelli
Vegna framkvæmda verður lokað fyrir umferð um hluta Ketilsflatar frá Þormóðsflöt að vegi inn í skógrækt og að Golfvelli frá miðvkudeginum 12.september í allt að 4 vikur. Félagsmenn og aðrir gestir golfvallarins eru vinsamlega beðnir að kynna sér bráðabirgðaleið...