Miðvikudaginn 24.október n.k. verður haldið kótilettukvöld í golfskálanum að hætti Leynismanna til styrktar starfi klúbbsins.  Yfirkokkur verður Pétur Ott og aðstoðarmenn í eldhúsinu verða Hörður Kári, Heimir Jónasar og Þórður Emil.

Húsið opnar kl. 19:00 og barinn verður opinn. Verð kr. 5.000-, skráning fer fram á netfanginu thordur.emil@gmail.com

Stjórn Leynis vonast til að sjá sem flesta og eiga skemmtilega kvöldstund saman ásamt þvi að styðja við rekstur klúbbsins.