Opna haustmótaröðin hófst sunnudaginn 7. október með þátttöku 19 kylfinga.  Haustmótaröðin er 9 holu punktakeppni og var þetta fyrsta mót af fjórum sem eru áætluð í október.  Garðavöllur er í ágætis standi miðað við árstíma og vill mótanefnd GL hvetja sem flesta kylfinga að taka þátt ef þeir eiga þess kost.

Helstu úrslit voru eftirfarandi:

Punktakeppni með forgjöf

1.sæti Guðjón Viðar Guðjónsson GL, 20 punktar

2.sæti Reynir Þorsteinsson GL, 19 punktar

3.sæti Björn Bergmann Þórhallsson GL, 18 punktar (betri á síðustu 3 þrem holum hringsins)

Nándarmæling:

18.hola, Reynir Sigurbjörnsson GL, 4.32m

Golfklúbburinn Leynir óskar vinningshöfum til hamingju og þakkar keppendum fyrir þátttökuna.  Vinningum verður komið til vinningshafa.