Garðavöllur er í góðu standi eftir miklar rigningar síðastliðna daga. Flatir og brautir líta vel út og eru nokkrar sandgryfjur með vatni í. Vallarstarfsmenn slógu flatir í dag laugardag 21.september en ófært hefur verið með vélar á vellinum undanfarna daga vegna bleytu.
Við biðjum kylfinga að ganga vel um völlinn nú þegar haustið er skollið á og vallaraðstæður viðkvæmar. Vinsamlega tilmæli að gleyma ekki að nota flatargaffalinn og gera við boltaför á flötum og setja torfusnepla í kylfuförþar sem við á.