Garðavöllur hefur lokað inn á sumarflatir og teiga frá og með 2.nóvember 2017.  Vetraflatir og teigar hafa verið útbúnir á seinni níu holum vallarins.  Völlurinn verður áfram opin fyrir kylfinga meðan veðurfar leyfir og mun tilkynning verða send út síðar þegar og ef vellinum verður lokað í vetur. 

Vinsamleg tilmæli vallarstjóra er að gæta að umgengni nú þegar haustið er skollið á og tíðarfarið fjölbreytilegt. Bannað er að spila Garðavöll ef morgunfrost myndast fyrst á morgnana. Mikilvægt er að sólin fái tækifæri til að koma upp en flatir og önnur svæði vallarins eru sérstaklega viðkvæm við slíkar aðstæður. Kylfingar eru minntir á að ganga vel um völlinn og setja torfusnepla aftur í kylfuför en góð umgengi lýsir innri manni.

Golfklúbburinn Leynir þakkar öllum kylfingum fyrir heimsóknir á Garðavöll í sumar og hlakkar til sjá sem flesta kylfinga sumarið 2018.

Leynir Golf
Friðhelgis yfirlýsing

Þessi vefsíða notar fótspor til að við getum veitt þér bestu notendaupplifun. Upplýsingar um fótspor eru geymdar í vafranum þínum og framkvæma aðgerðir eins og að þekkja þig þegar þú kemur aftur á vefsíðu okkar og hjálpa teymi okkar að skilja hvaða hluta vefsíðunnar þér finnst áhugaverðast og gagnlegast.