Stjórn GL hefur ákveðið að senda út viðhorfskönnun samsvarandi þeim sem voru sendar út árið 2012, 2014 og 2016.

Með þessari viðhorfskönnun vill stjórnin ná fram áliti sem flestra félaga klúbbsins á ýmsum málum og nýta niðurstöður í þá vinnu sem framundan er við undirbúning sumarsins 2018 og rekstur klúbbsins.  Niðurstöður úr þessari viðhorfskönnun verða kynntar fyrir félagsmönnum á aðalfundi GL í desember n.k.

Það tekur um 5 mín að svara þessari könnun og þess ber að geta að ekki þarf að svara spurningum sem hver og einn telur ekki eiga við sig.  Hægt verður að svara þessari viðhorfskönnun til og með 26. nóvember 2017.

Slóð á viðhorfskönnun:

https://www.surveymonkey.com/r/66TMYQ2