Valdís Þóra Jónsdóttir atvinnukylfingur úr Leyni endaði í þriðja sæti á Sanya Ladies Open mótinu á LET Evrópumótaröðinni í golfi sem lauk á Hainan eyju í Suður Kína hafi í nótt að íslenskum tíma.

Valdís Þóra lék lokahringinn á 72 höggum eða á pari vallarins og lauk keppni á sjö höggum undir pari. Þetta er besti árangur Valdísar Þóru á Evrópumótaröðinni og árangur hennar á mótinu tryggði henni þátttökurétt á mótaröðinni á næsta tímabili. Með árangrinum færðist Valdís upp um fjölmörg sæti á stigalista mótaraðarinnar og er Valdís Þóra nú í 50. sæti stigalistans.

Golfklúbburinn Leynir óskar Valdísi Þóru til hamingju með árangurinn.

Mynd með frétt er fengin af heimasíðu LET, www.ladieseuropeantour.com

Leynir Golf
Friðhelgis yfirlýsing

Þessi vefsíða notar fótspor til að við getum veitt þér bestu notendaupplifun. Upplýsingar um fótspor eru geymdar í vafranum þínum og framkvæma aðgerðir eins og að þekkja þig þegar þú kemur aftur á vefsíðu okkar og hjálpa teymi okkar að skilja hvaða hluta vefsíðunnar þér finnst áhugaverðast og gagnlegast.