Golfsamband Íslands hefur valið kylfinga ársins 2019 og voru Valdís Þóra Jónsdóttir atvinnukylfingur úr Golfklúbbnum Leyni og Guðmundur Ágúst Kristjánsson atvinnukylfingur úr Golfklúbb Reykjavíkur fyrir valinu.

Í frétt á heimasíðu GSÍ kemur fram að þetta sé í 22.skipti sem val á kylfing ársins fari fram og er þetta í þriðja sinn sem Valdís Þóra fær þessa viðurkenningu en í fyrsta sinn sem Guðmundur Ágúst hljóti hana.

Valdís Þóra var valinn kylfingur ársins 2009, 2018 og nú 2019.

Golfklúbburinn Leynir óskar Valdísi Þóru og Guðmundi til hamingju með þessa viðurkenningu.