Golfsamband Íslands hefur valið kylfinga ársins 2019 og voru Valdís Þóra Jónsdóttir atvinnukylfingur úr Golfklúbbnum Leyni og Guðmundur Ágúst Kristjánsson atvinnukylfingur úr Golfklúbb Reykjavíkur fyrir valinu.

Í frétt á heimasíðu GSÍ kemur fram að þetta sé í 22.skipti sem val á kylfing ársins fari fram og er þetta í þriðja sinn sem Valdís Þóra fær þessa viðurkenningu en í fyrsta sinn sem Guðmundur Ágúst hljóti hana.

Valdís Þóra var valinn kylfingur ársins 2009, 2018 og nú 2019.

Golfklúbburinn Leynir óskar Valdísi Þóru og Guðmundi til hamingju með þessa viðurkenningu.

Leynir Golf
Friðhelgis yfirlýsing

Þessi vefsíða notar fótspor til að við getum veitt þér bestu notendaupplifun. Upplýsingar um fótspor eru geymdar í vafranum þínum og framkvæma aðgerðir eins og að þekkja þig þegar þú kemur aftur á vefsíðu okkar og hjálpa teymi okkar að skilja hvaða hluta vefsíðunnar þér finnst áhugaverðast og gagnlegast.