Vel heppnað fyrirtækjamót GL fór fram föstudaginn 27.september.  Fjöldi fyrirtækja af Akranesi og nærsvæði sem og af höfuðborgarsvæðinu tók þátt til að styðja við gott starf Leynis.

Aðstæður voru allar hinar bestu til golfleiks bæði veður og vallaraðstæður og voru kylfingar ánægðir.  Mótinu lauk með verðlaunaafhendingu og matarveislu frá Galito Bistro í frístundamiðstöðinni.

Mótanefnd GL vill færa öllum kylfingum sem tóku þátt og fyrirtækjum sem studdu við þátttökuna kærar þakkir fyrir.

Helstu úrslit voru eftirfarandi:

Betri boltinn – punktakeppni með forgjöf

1. sæti Prentmet – Ingibjörg St. Ingjaldsdóttir og Guðmundur R. Guðmundsson – 48 punktar

2. sæti Elkem – Guðjón Pétur Pétursson og Ómar Rögnvaldsson – 46 punktar

3. sæti Landsbankinn – Hannes Marinó Ellertsson og Huginn Rafn Arnarsson – 44 punktar

Næstur holu:

3. hola Guðjón Pétur Pétursson frá Elkem 4,30 m

8. hola Bjarni Borgar Jóhannsson frá Norðurál 3,29 m

14. hola Arna Magnúsdóttir frá Trésmiðjunni Vegamótum 7,15 m

18. hola Björn Viktor Viktorsson frá Galito Bistró 5,96 m

Útráttarverðlaun:

Guðjón Heiðar Sveinsson frá BM Vallá

Þóranna Halldórsdóttir frá VER

Arilíus Smári Hauksson frá AK-pípulögnum

Arna Magnúsdóttir frá Trésmiðjunni Vegamótum.