Frá og með 30.september er breyttur opnunartími í afgreiðslu Leynis.  Afgreiðsla opnar kl. 9:00 og lokar kl.17:00 virka daga og er lokað í hádeginu.  Á helgum í október verður fyrstum sinn opið frá kl. 9:00 og fram eftir degi allt eftir veðri og skilyrðum.

Kylfingar eru vinsamlega beðnir að fylgjast með tilkynningum um opnun vallar næstu daga og vikurnar.  Aðstæður eru fljótar að breytast og hefur orðið vart við hrím og næturfrost s.l. daga og því opnar völlurinn í fyrsta lagi um kl. 9:00 ef slíkar aðstæður myndast.  Skilti og tilkynningar frá starfsmönnum vallar eru við fyrsta teig og eru allir gestir og kylfingar beðnir að fara eftir þeim hverju sinni.

Golfbílar eru ennþá leyfðir meðan aðstæður leyfa á vellinum og verða tilkynningar sendar út þegar loka þarf fyrir golfbíla umferð og hvetjum við kylfinga til að fylgjast með því.

Að lokum minnum við alla á að ganga vel um völlinn, laga boltaför á flötum og setja torfusnepla aftur í kylfuför.