Vegna leiðinda veðurspá fyrir miðvikudaginn 18.september hefur mótanefnd GL ákveðið að færa miðvikudagsmót nr. 4 yfir á þriðjudaginn 17.september.  Félagsmenn sem voru búnir að skrá sig í mótið eru vinsamlega beðnir að skrá sig að nýju í mótið með nýrri dagsetningu.

Mótahald klúbbsins er enn í fullum gangi og vill mótanefnd hvetja alla félagsmenn að vera með nú þegar góðu dögunum fækkar og daginn er farið að stytta.  Völlurinn er í mjög góðu ástandi og eru það vinsamleg tilmæli aðganga vel um völlinn okkar og laga boltaför á flötum og setja torfusnepla í kylfuför þegar það á við.