Garðavöllur lítur vel út eftir mikla rigningu í gær laugardaginn 7.september.  Ekki eru neinir pollar á vellinum eftir þetta mikla vatnsveður sem gekk yfir suð vestur horn landsins og því hvetjum við alla kylfinga til að nýta sér góðar vallaraðstæður meðan veður leyfa nú þegar golftímabilið styttist og góðu dögunum fækkar.

Við minnum kylfinga á að nota flatargaffal á flötum vallarins og lagfæra boltaför og setja torfusnepla í kylfuför.