Valdís Þóra Jónsdóttir atvinnukylfingur úr Leyni endaði í þriðja sæti á Sanya Ladies Open mótinu á LET Evrópumótaröðinni í golfi sem lauk á Hainan eyju í Suður Kína hafi í nótt að íslenskum tíma.

Valdís Þóra lék lokahringinn á 72 höggum eða á pari vallarins og lauk keppni á sjö höggum undir pari. Þetta er besti árangur Valdísar Þóru á Evrópumótaröðinni og árangur hennar á mótinu tryggði henni þátttökurétt á mótaröðinni á næsta tímabili. Með árangrinum færðist Valdís upp um fjölmörg sæti á stigalista mótaraðarinnar og er Valdís Þóra nú í 50. sæti stigalistans.

Golfklúbburinn Leynir óskar Valdísi Þóru til hamingju með árangurinn.

Mynd með frétt er fengin af heimasíðu LET, www.ladieseuropeantour.com