Garðavöllur hefur lokað inn á sumarflatir og teiga frá og með 2.nóvember 2017.  Vetraflatir og teigar hafa verið útbúnir á seinni níu holum vallarins.  Völlurinn verður áfram opin fyrir kylfinga meðan veðurfar leyfir og mun tilkynning verða send út síðar þegar og ef vellinum verður lokað í vetur. 

Vinsamleg tilmæli vallarstjóra er að gæta að umgengni nú þegar haustið er skollið á og tíðarfarið fjölbreytilegt. Bannað er að spila Garðavöll ef morgunfrost myndast fyrst á morgnana. Mikilvægt er að sólin fái tækifæri til að koma upp en flatir og önnur svæði vallarins eru sérstaklega viðkvæm við slíkar aðstæður. Kylfingar eru minntir á að ganga vel um völlinn og setja torfusnepla aftur í kylfuför en góð umgengi lýsir innri manni.

Golfklúbburinn Leynir þakkar öllum kylfingum fyrir heimsóknir á Garðavöll í sumar og hlakkar til sjá sem flesta kylfinga sumarið 2018.