Vatnsmótið sem er eitt af elstu innanfélagsmótum Leynis fór fram á Garðavelli sunnudaginn 22. september við ágætis vallaraðstæður. Hlýtt var í veðri en vindurinn lét kylfinga finna fyrir sér framan af degi.  40 kylfingar tóku þátt og eftirfarandi eru helstu úrslit:

Punktakeppni með forgjöf

1.sæti Hjálmur Dór Hjálmsson, 36 punktar (betri á seinni níu)

2.sæti Viktor Elvar Viktorsson, 36 punktar

3.sæti Björn Viktor Viktorsson, 35 punktar

Höggleikur án forgjafar (besta skor)

1.sæti Kristvin Bjarnason, 75 högg (betri á seinni níu)

Nándarmælingar á par 3 holum

3.hola Heimir Fannar Gunnlaugsson 0.75m

18.hola Kristvin Bjarnason 1.49m

Golfklúbburinn Leynir óskar vinningshöfum til hamingju og þakkar keppendum fyrir þátttökuna. Vinningshafar geta sótt vinninga í afgreiðslu GL frá og með mánudeginum 23.september.