Nú er sá árstími genginn í garð að hætt er við næturfrosti.
Kaldar haustnætur með heiðskírum himni er ávísun á frost niður við jörðu í morgunsárið.
Þegar hrím myndast á grasinu getur það orðið fyrir skemmdum ef gengið er á því, sérstaklega á púttflötunum.
Félagsmenn eru beðnir að hafa varan á sér vaðandi slíkar aðstæður og fara ekki út á Garðavöll nema kynna sér lokun vallar.

Tímabundnar lokanir vegna næturfrosts verða tilkynntar með tölvupósti og með skiltum á 1. og 10. teig.
Mikilvægt er að hefja ekki golfleik á öðrum brautum vallarins s.s. 14. og 18. þegar frost er í kortunum.

Upplýsingamyndband um skemmdir vegna næturfrosts má sjá í þessu myndbandi:
https://www.youtube.com/watch?v=zkoWWrHzuAg&feature=youtu.be

Með þökk fyrir tillitsemina,

Brynjar Sæmundsson
Vallarstjóri Garðavallar
GSM  8956226