Vetrarmótaröð Leynis lauk nú nýlega um miðjan mars með sigri liðs Þórðar Elíassonar en auk hans skipuðu liðið Alfreð Þór Alfreðsson og Guðmundur Sigvaldason. Lið Þórðar vann alla sína leiki í riðla- og úrslitakeppni og fór í gegnum mótaröðina með glæsibrag. Lið Marel sem skipað var Hafsteini Gunnarssyni, Kristni J.Hjartarsyni og Daníel Viðarssyni varð í öðru sæti og lið Einars Jónssonar sem skipað var honum sjálfum og Sigurði Grétari Davíðssyni endaði í þriðja sæti.
Vetrarmótaröðin var spiluð í golfhermi Leynis og er þetta annar veturinn sem mótaröðin fer fram og nú tóku þátt átta lið sem spiluðu í tveimur riðlum. Leikfyrirkomulag var betri boltinn og voru lið skipuð tveimur til þremur leikmönnum og spiluðu ávallt tveir frá hverju liði hverju sinni.
Golfklúbburinn Leynir þakkar kylfingum fyrir þátttökuna og geta vinnningshafar sótt verðlaun á skrifstofu Leynis frá og með þriðjudeginum 20. mars.