Golfklúbburinn Leynir sendi bæði kvenna- og karlasveit til þátttöku í Íslandsmóti golfklúbba sem fór fram nú á dögunum. Kvennasveitin spilaði í 2. deild en leikið var á Svarfhólsvelli á Selfossi dagana 22.-24. júlí. Alls tóku 9 klúbbar þátt í ár og gerðu Leyniskonur vel og enduðu í 4 sæti. Í kvennasveit Leynis spiluðu; Bára Valdís Ármannsdóttir, Ellen Ólafsdóttir, Elsa Maren Steinarsdóttir, Helga Rún Guðmundsdóttir, Rakel Óskardóttir og Ruth Einarsdóttir.

Karlasveit Leynis spilaði einnig í 2. deild en leikið var á Öndverðanesvelli dagana 19.-21. júlí. Alls tóku 8 klúbbar þátt í þeirri deild. Karlasveit Leynis spilaði í mjög sterkum riðli og endaði mótið í 6. sæti. Í karlasveit Leynis spiluðu Alex Hinrik Haraldsson, Björn Viktor Viktorsson, Guðmundur Sigurbjörnsson, Kári Kristvinsson, Kristvin Bjarnason, Pétur Vilbergur Georgsson, Tristan Traustason og Viktor Elvar Viktorsson.

Leynir Golf
Friðhelgis yfirlýsing

Þessi vefsíða notar fótspor til að við getum veitt þér bestu notendaupplifun. Upplýsingar um fótspor eru geymdar í vafranum þínum og framkvæma aðgerðir eins og að þekkja þig þegar þú kemur aftur á vefsíðu okkar og hjálpa teymi okkar að skilja hvaða hluta vefsíðunnar þér finnst áhugaverðast og gagnlegast.