Rástímar fyrir laugardaginn 13.júlí og lokadag í meistaramóti Leynis 2019 hafa verið birtir á golf.is

Ath. ræsing hefst kl. 7:10 af 10.teig í öllum flokkum nema opnum flokki kvenna (9 holur) sem ræsir út af 1.teig.  Fjöldi keppenda í meistaramótinu 2019 gerir það að verkum að nauðsynlegt reynist að ræsa þetta snemma svo mót klárist á tilsettum tíma.  Skorkort verða afhent á teig með sama hætti og fyrsta dag meistaramótsins.

Allir flokkar munu klára á 9.flöt og er áætlað að sjónvarpa frá lokaholunni á ÍA TV. 

Eftirfarandi kylfingar leiða sinn flokk eftir þrjá daga:

Meistaraflokkur karla, Stefán Orri Ólafsson

Meistaraflokkur kvenna, Valdís Þóra Jónsdóttir

1.flokkur karla, Alex Hinrik Haraldsson

1.flokkur kvenna, Arna Magnúsdóttir

2.flokkur karla, Gabriel Þór Þórðarson

2.flokkur kvenna, Klara Kristvinsdóttir

3.flokkur karla, Kári Kristvinsson

3.flokkur kvenna, Helena Rut Steinsdóttir

4.flokkur karla, Þórir Björgvinsson

50+ konur, Hrafnhildur Geirsdóttir

55+ karlar, Björn Bergmann Þórhallsson

65+ karlar, Eiríkur Karlsson

65+ konur, Guðrún K. Guðmundsdóttir

Opin flokkur kvenna fg. 30-54 punktakeppni, Rósa Björk Lúðvíksdóttir

Leynir Golf
Friðhelgis yfirlýsing

Þessi vefsíða notar fótspor til að við getum veitt þér bestu notendaupplifun. Upplýsingar um fótspor eru geymdar í vafranum þínum og framkvæma aðgerðir eins og að þekkja þig þegar þú kemur aftur á vefsíðu okkar og hjálpa teymi okkar að skilja hvaða hluta vefsíðunnar þér finnst áhugaverðast og gagnlegast.