Íslandsbankamótaröðin og Áskorendamótaröð Íslandsbanka hófust um helgina en mótin eru hluti af unglingamótaröðum GSÍ.

Leynir átti 14 fulltrúa á mótunum tveimur, 9 tóku þátt á Áskorendamótaröðinni sem leikin var á Selfossi og 5 léku á Íslandsbankamótaröðinni sem leikin var á Hellu.  Á Selfossi gerði Bára Valdís Ármansdóttir sér lítið fyrir og vann Stúlknaflokkinn 15-18 ára, Klara Kristvinsdóttir varð í 3. sæti í sama flokki.  

Í piltaflokki 14 ára og yngri gerðu okkar strákar einnig góða hluti.  Gabríel Þór Þórðarson varð í 2. sæti og þeir Þorgeir Örn Bjarkason og Ingimar Elfar Ágústsson urðu jafnir í 3. sæti.

Auk þessara 5 verðlaunahafa tóku Bjarki Brynjarsson, Daði Már Alfreðsson, Kári Kristvinsson og Kristín Vala Jónasdóttir þátt á Selfossi og stóðu þau sig öll með stakri prýði.

Á Íslandsbankamótaröðinni á Hellu átti Leynir 5 keppendur.  Fjórir léku í flokki 15-16 ára pilta og 1 lék í flokki 14 ára og yngri drengja.  Aðstæðu voru krefjandi á Hellu sér í lagi fyrripart sunnudags þegar flestir okkar stráka voru við leik.  Veðrið batnaði mikið þegar leið á daginn og það nýtti Björn Viktor Viktorsson sér og lék gott golf sem skilaði honum í hús jafn í 1. sæti.  Eftir bráðabana um 1. sætið varð 2. sætið þó hlutskiptið.

Frábær árangur og þátttaka hjá krökkunum okkar.  Áfram Leynir og ÍA!

Leynir Golf
Friðhelgis yfirlýsing

Þessi vefsíða notar fótspor til að við getum veitt þér bestu notendaupplifun. Upplýsingar um fótspor eru geymdar í vafranum þínum og framkvæma aðgerðir eins og að þekkja þig þegar þú kemur aftur á vefsíðu okkar og hjálpa teymi okkar að skilja hvaða hluta vefsíðunnar þér finnst áhugaverðast og gagnlegast.