Golfklúbburinn Leynir sendi bæði kvenna- og karlasveit til þátttöku í Íslandsmóti golfklúbba sem fór fram nú á dögunum. Kvennasveitin spilaði í 2. deild en leikið var á Svarfhólsvelli á Selfossi dagana 22.-24. júlí. Alls tóku 9 klúbbar þátt í ár og gerðu Leyniskonur vel og enduðu í 4 sæti. Í kvennasveit Leynis spiluðu; Bára Valdís Ármannsdóttir, Ellen Ólafsdóttir, Elsa Maren Steinarsdóttir, Helga Rún Guðmundsdóttir, Rakel Óskardóttir og Ruth Einarsdóttir.

Karlasveit Leynis spilaði einnig í 2. deild en leikið var á Öndverðanesvelli dagana 19.-21. júlí. Alls tóku 8 klúbbar þátt í þeirri deild. Karlasveit Leynis spilaði í mjög sterkum riðli og endaði mótið í 6. sæti. Í karlasveit Leynis spiluðu Alex Hinrik Haraldsson, Björn Viktor Viktorsson, Guðmundur Sigurbjörnsson, Kári Kristvinsson, Kristvin Bjarnason, Pétur Vilbergur Georgsson, Tristan Traustason og Viktor Elvar Viktorsson.