Fimmtudagskvöldið 30. júní var haldið hið vinsæla Reglurölt á Garðavöll þar sem dómarinn Viktor Elvar Viktorsson fór yfir nýjar staðarreglur sem og aðrar gagnlegar reglur sem ættu að nýtast kylfingum vel í komandi Meistaramóti. Ánægjulegt er að segja frá því að um 60 félagsmenn mættu og tóku virkan þátt í samtalinu. Þá viljum við benda félagsmönnum á frábært APP sem er mjög hjálplegt og búið er að íslenska svo vel. Appið heitir Rules of Golf og er öllum aðgengilegt.