Stjórn Golfklúbbsins Leynis boðar til almenns félagsfundar fimmtudaginn 25. mars nk. kl. 20:00 í húsakynnum okkar að Garðavöllum. Tilefni fundarins er að hittast og fara yfir þau mál sem unnið hefur verið að í vetur á Garðavelli og kynna þau verkefni sem fram undan eru. Á fundinn munu mæta forsvarsmenn Golfklúbbs Mosfellsbæjar en eins og félagsmönnum er kunnugt gengu klúbbarnir frá samkomulagi um viðamikið samstarf nú í mars.
Það er von stjórnar að félagsmenn takið kvöldið frá og mæti á fundinn, því það er okkur mjög mikilvægt að vera í góðu samtali við ykkur Félagsmenn. Hilmar á Galito Bistro verður á staðnum og mun hafa barinn opinn.
Dagskrá fundarins.
- Starfsmenn GM kynna sig og aðkomu sína að Garðavelli.
- Staða framkvæmda og verkefni sem fram undan eru á Garðavelli.
- Golfmót 2021.
- Golfquiz, létt stemning í lok fundar. Spurningakeppni golfarans 😊
Munum að huga vel að öllum sóttvörnum !!