Í hádeginu í dag skrifuðu forsvarsmenn GL og GM undir viðamikinn samstarfssamning sín á milli.

Samningurinn tekur  á ýmsum þáttum er varðar vallarstjórn og faglega umhirðu og með möguleika á útvíkkun samstarfsins, sem snýr m.a. að golfkennslu, nýtingu tækja og annarra þátta.

Aukinheldur fá félagsmenn beggja klúbba að njóta samstarfsins með góðum vinavallarsamningi sem felur m.a. í sér að vallargjald verður umtalsvert lægra en í venjulegum vinavallasamningum auk þess sem meðlimir GM og GL fá tækifæri til þess að bóka rástíma með dags fyrirvara umfram aðra gestaspilara á völlum klúbbanna.

Er það okkar von að þetta samstarf leiði til umtalsverðrar hagræðingar í rekstri klúbbana á komandi árum  ásamt því að auka þá þjónustu sem okkar meðlimir fá í gegnum sitt árgjald.

Forsvarsmenn klúbbanna lýsa yfir mikilli ánægju með samninginn og hlakka verulega til samstarfsins.

Leynir Golf
Friðhelgis yfirlýsing

Þessi vefsíða notar fótspor til að við getum veitt þér bestu notendaupplifun. Upplýsingar um fótspor eru geymdar í vafranum þínum og framkvæma aðgerðir eins og að þekkja þig þegar þú kemur aftur á vefsíðu okkar og hjálpa teymi okkar að skilja hvaða hluta vefsíðunnar þér finnst áhugaverðast og gagnlegast.