Það verður líf og fjör á Garðavelli nú um helgina þegar B59 Hotel mótið fer fram en það er fyrsta mót sumarsins á stigamótaröð GSÍ.  Keppt verður í höggleik í flokki karla og kvenna, 18 holur leiknar hvern dag en niðurskurður eftir annan hringinn. Allir sterkustu íslensku kylfingarnir hafa skráð sig til leiks og eigum við því von á hörku móti. Gaman er að segja frá því að aðstandendur ÍATV ætla að taka þátt í verkefninu með Golfklúbbnum Leyni og sýna frá mótinu. Einnig geta áhugasamir fylgst með skori keppenda í beinni af heimasíðu golf.is. Þá munum við varpa hvoru tveggja upp á tjald í Frístundamiðstöðinni við Garðavöll.