Nú þegar grasið grænkar hratt þá fara golfþyrstir golfarar á stjá með miklu fjöri um Garðavöll eins og hungraðar kýr að vori. Íþróttastarfið okkar mun hefjast aftur með krafti þann 4. maí, barna- og unglingaæfingar verða með sama sniði og var í vetur þangað til að sumaræfingar hefjast eftir skólaslit, það verður gaman að hitta krakkana aftur.

Í sumar verða nýliðanámskeiðin á sínum stað og hefjast væntanlega eftir miðjan maí, þau verða auglýst sérstaklega á næstu vikum. Boðið verður upp á námskeið fyrir félagsmenn sem einnig verða auglýst á heimasíðum GL og í golfskála.

Kvennastarfið hefur verið í miklum blóma síðustu ár, hafa alltaf verið spiladagar í hverri viku og heimsóknir til annara golfklúbba fastir liðir á hverju ári.

Einkakennsla sem er tilvalinn fyrir 1-2 saman er alltaf hægt að bóka með því að senda tölvupóst á mig biggi@leynir.is .

Verð fyrir einkakennslu:
60 min 12.000 kr
45 min 9.000 kr
30 min 6.000 kr
(Ef keyptir eru 5 tímar eða meira þá er veittur 10% afsláttur)

Gangi ykkur öllum sem allra best í sumar og sjáumst hress á Garðavelli í sumar.

Með golfkveðju,
Birgir Leifur Hafþórsson
Íþróttastjóri GL