Golfklúbburinn Leynir og Birgir Leifur Hafþórsson íþróttastjóri GL hafa endurnýjað samning sín á milli. Birgir Leifur mun alfarið sjá um þjálfun barna- og unglingastarfs GL, koma að ýmsum verkefnum í samvinnu við framkvæmdastjóra og hafa umsjón með nýliðakennslu klúbbsins. En allir nýjir meðlimir GL eiga þess kost að sækja stutt námskeið þar sem farið er í grundvallar atriði golfiðkunar. Birgir Leifur er eins og margir vita margfaldur íslandsmeistari í golfi, atvinnukylfingur og vinsæll PGA golfkennari.
Stjórn GL og framkvæmdastjóri fagna þessum tímamótum og hlakka til áframhaldandi samstarfs. 🙂 Birgir Leifur og Rakel Óskarsdóttir framkvæmdastjóri GL eru spennt fyrir komandi sumri og hlakka til að taka á móti golfþyrstum kylfingum.