Golfklúbburinn Leynir sendir félagsmönnum bestu nýjarskveðjur og þakkar fyrir allt gamalt og gott á liðnum árum. 

Framundan er án efa gott golfsumar sem hægt er að láta sér hlakka til.  Sömuleiðis spennandi tímar með glæsilegum golfvelli sem skartaði sínu fegursta sumarið 2019 og Frístundamiðstöðinni Garðavellir sem og félagsaðstöðu Leynis sem býður upp á glæsileg salarkynni, golfverslun, og inniaðstöðu með púttvelli og golfhermum svo eitthvað sé upptalið.

Á aðalfundi GL sem haldinn var 10. desember s.l. voru samþykkt árgjöld fyrir árið 2020 og verða þau með eftirfarandi hætti:

Árgjöld

 • Gull aðild/vildarvinur 110.000 kr.
 • Fullt gjald 93.000 kr.*
 • Makagjald 67.500 kr.
 • 22 – 29 ára 67.500 kr.
 • 67 ára og eldri 67.500 kr.
 • Öryrkjar 67.500 kr.
 • 16 – 21. árs 33.000 kr. **
 • Börn og unglingar 15 ára og yngri 22.000 kr. **
 • Nýliðagjald 1.ár, 40.000 kr. ***
 • Nýliðagjald 2.ár, 67.500 kr. ***
 • Fjaraðild 67.500 kr.****
 • Æfingagjald barna og unglinga er 20.000 kr. tímabilið des – maí.
 • Æfingagjald barna og unglinga er 15.000 kr. tímabilið júní – sept.

Greiðsla árgjalda
Skráning iðkenda og greiðsla árgjalda fer fram á heimasíðu IA, sjá www.ia.is (iðkendavefur IA – Skráning í Nóra -).  Ath: í Nóra er valmöguleiki á greiðslum og geta iðkendur greitt með greiðsluseðli sendum í heimabanka.

Eins er hægt að greiða inn á reikning GL k.t. 580169-6869 og bankanr. 0186-26-601 (vinsamlegast látið fylgja með í skýringu kennitölu sé þessi leið notuð).

Þeim félagsmönnum sem vilja notfæra sér aðra greiðslumöguleika er bent á að hafa samband við skrifstofu GL í síma 431-2711 eða með tölvupósti á leynir@leynir.is

Skýringar vegna árgjalda

Gull aðild/vildarvinur er nýtt gjald fyrir félagsmenn og velunnara Leynis.  Innifalin er full aðild, 15.000 kr. inneign í boltavél á æfingasvæðinu Teigum og þrjú fjögurra manna gestaholl á Garðavöll tímabilið 2020.

*Veittur er 5% staðgreiðslu afsláttur af fullu árgjaldi sé greitt fyrir eindaga sem er 1. febrúar 2020.

Veittur er 5% afsláttur af makagjaldi, 22 – 29 ára, 67 ára og eldri, öryrkjar og fjaraðild ef greitt er fyrir eindaga 1. febrúar 2020. 

**Allir félagsmenn og iðkendur 16 – 21. árs og í barna og unglingastarfi eru með fulla aðild að Garðavelli. 

***Almennt er nýliðagjald fyrir 22 ára og eldri sem hafa ekki áður verið félagsmenn í GL eða ekki greitt árgjöld undanfarin 5 ár (2019, 2018, 2017, 2016, 2015). Nýliðagjald (1.ár) er greitt fyrsta árið sem félagsmaður er í klúbbnum og síðan greiða félagsmenn nýliðagjald (2.ár) á öðru ári. Innifalið í nýliðagjaldi (1.ár) er 3 klst námskeið þar sem farið er yfir grunnatriði og helstu reglur í golfi.  Ath: Vinsamlega hafið samband við skrifstofu GL vegna aðildar að GL.

Í nýliðagjaldi (1.ár og 2.ár) er full aðild að Garðavelli.

****Fjaraðild er fyrir þá sem búa utan Akranes og nærsveita þ.e. utan póstnúmera 300 og 301.  Ath:  Vinsamlega hafið samband við skrifstofu GL vegna aðildar að GL.

Öll félagsgjöld félagsmanna 22 ára og eldri innihalda 5.000 kr. inneign í boltavél á æfingasvæðinu Teigum tímabilið 2020.

Systkinaafsláttur er 10% hjá GL og reiknast af hverju greiddu gjaldi.