Á nýafstöðnu golfþingi Golfsambands Íslands sem fram fór föstudaginn 22.nóvember og laugardaginn 23.nóvember fór fram kosning nýrrar stjórnar sambandsins.

Viktor Elvar Viktorsson úr Golfklúbbnum Leyni var í kjöri og fékk góða kosningu til stjórnar.  Haukur Örn Birgisson var einn í framboði til forsetasambandsins og var sjálfkjörinn.

Stjórn Leynis óskar Viktori Elvari til hamingju með kjörið og einnig öðrum sem hlutu kosningu.