Vetrarmótaröðin 2019 í golfhermi fór fram s.l. vetur frá janúar og fram eftir vetri og endaði í apríl.  Spilað var í tveimur 5 liða riðlum þar sem spilaður var betri boltinn og var hvert lið skipað tveimur eða þremur kylfingum.

Helstu úrslit voru eftirfarandi:
1.sæti Bjarni Þór Bjarnason, Eiríkur Karlsson, Páll Halldór Sigvaldason
2.sæti Óli B. Jónsson og Þórður Guðlaugsson
3.sæti Einar Gíslason, Sigurður Grétar Davíðsson og Júlíus Pétur Ingólfsson

Golfklúbburinn Leynir þakka kylfingum fyrir þátttökuna og geta vinningshafar sótt vinninga í afgreiðslu Leynis.

Á mynd má sjá Bjarna Þór og Eirík taka við verðlaunum.