Vallarstarfsmenn vinna þessa dagana við framkvæmdir á teigum 3. brautar.
Gerður verður einn sameiginlegur teigur fyrir gul, blá og rauð teigmerki.
Núverandi guli/blái teigurinn verður lengdur um 20 metra og mun rauði teigurinn færast inn á þá stækkun.
Nýr teigur verður því um 40 metra langur, 8 metra breiður og 320 fermetrar að flatarmáli.
Þessi stækkun var orðinn afar aðkallandi, sérstaklega með tilliti til rauða teigssins sem var allt of lítill og þoldi ekki þá umferð sem um hann var.
Stígurinn við teigana mun breytast í samræmi við breytt teigstæði og liggja alfarið vinstra megin með fram nýja teignum.
Áætlanir gera ráð fyrir að vinnu við þetta teiga sett ljúki nú á næstu dögum og keppast vallarstarfsmenn við að klára vinnuna meðan veður leyfir.
Hér neðar má sjá hvernig ásýnd nýja teigsins verður nú eftir að framkvæmdir hófust.