Miðvikudaginn 24.júlí lauk Íslandsmóti 12 ára og yngri, leikið var í GKG, GK og GR með texas scramble fyrirkomulagi. 

Lið GL endaði í 4 sæti með tvo sigra, eitt jafntefli og tvö töp. Liðið skipuðu þau: Elín, Gulli, Hilmar, Bragi, Siggi og Arnar.

Skemmtu þau sér virkilega vel og stóðu þau saman sem eitt lið og voru til fyrirmyndar. Eftir mót sögðu þau að þetta hafi verið skemmtilegasta mót sem þau hafa spilað 🙂

Íþróttastjóri Leynis þakkar foreldrum fyrir stuðning þeirra og þátttöku í að búa til þessa upplifun.