Íslandsmót golfklúbba 2.deild kvenna fer fram á Garðavelli föstudaginn 26.júlí og laugardaginn 27.júlí.  Kvennasveit Leynis spilar þar við sveitir GFB og NK og hvetjum við félagsmenn og aðra að mæta á völlinn og styðja sinn klúbb.

Garðavöllur er opin fyrir félagsmenn og alla kylfinga fljótlega eftir að ræsingu er lokið hvern dag keppnisdag.  Skráning rástíma fer fram á golf.is og hvetjum við alla til að skrá sig og njóta vallarins sem er í mjög góðu standi og veðurspáin er einnig ágæt næstu daga.