Rástímar fyrir fimmtudaginn 11.júlí í meistaramóti Leynis 2019 hafa verið birtir á golf.is

Ekki verður ræst út með formlegum hætti heldur eru kylfingarbeðnir að sækja skorkort í afgreiðslu áður en þeir fara á teig.

Meistaramótið fer vel af stað í flokkum fullorðinna þar sem veðrið var gott og völlurinn að mati kylfinga í frábæru standi.

Í meistaraflokki karla leiðir Þórður Emil Ólafsson ásamt Birni Viktori Viktorssyni á 76 höggum og í meistaraflokki kvenna leiðir Valdís Þóra Ólafsdóttir á 71 höggi.