Einar Jónsson fór holu í höggi á 3.holu Garðavallar þriðjudaginn 2.júlí.

Einar var að spila ásamt öðrum hjónum þeim Jóni Svavarssyni og Pálínu Alfreðsdóttur og spiluðu þau öll af rauðum teigum.

Holan var staðsett lengst til vinstri aftast á flötinni og var því ekki í augsýn frá teig, vegna runna sem er framan við flötina vinstra megin, lengd ca 115 metrar. Boltann var hvergi að sjá að loknu upphafshöggi og eftir dálitla leit var kíkt ofan í holuna og þar var boltinn.

Golfklúbburinn Leynir óskar Einari til hamingju með afrekið.