Garðavöllur verður takmarkað opin næstu daga vegna fyrsta unglingamóts GSÍ þetta sumarið eða Íslandsbankamótaraðarinnar.  Mótið stendur yfir frá hádegi föstudaginn 17.maí og fram á miðjan sunnudag 19.maí og lýkur með verðlaunafhendingu síðari hluta sunnudags. 

Félagsmenn Leynis og gestir Garðavallar geta spilað og skráð rástíma eftir kl. 17 á föstudag og eftir kl. 16 laugardag og sunnudag. Ef félagsmenn Leynis vilja spila aðra velli er vinsamlega bent á að þeir geta nýtt sér vinavallargjöld á öðrum golfvöllum sem Leynir hefur gert samkomulag við og má sjá lista þeirra golfvalla á heimasíðu Leynis.

Golfmót eins og þetta krefst mikils undirbúnings og vinnu meðan á því stendur og ef félagsmenn hafa áhuga á að bjóða fram aðstoð sína við t.d. ræsingu, móttöku skorkorta eða annað tilfallandi má hafa samband á netfangið leynir@leynir.is og mun mótsstjórn hafa samband við viðkomandi.