Við vígslu og opnun frístundarmiðstöðvar á Garðavelli laugardaginn 11.maí  s.l. var undirritaður samstarfssamningur milli Olíuverslunar Íslands (Olís) og Golfklúbbsins Leynis um viðskipti og stuðning við starfsemi hans.  Aðili að samningnum er Galito Bistro Cafe sem mun annast veitingasölu í frístundamiðstöðinni.  Fram kom í máli Guðmundar Sigvaldasonar framkvæmdastjóra Golfklúbbsins LeyniS við undirritunina að Olís væri einn af stærstu stuðningsaðilum klúbbsins.  Jón Ólafur Halldórsson forstjóri Olís og Gunnar Sigurðsson útibússtjóri á Akranesi  undirrituðu samninginn fyrir hönd Olís.

Olís hefur verið öflugt í að styrkja samfélagsverkefni víða um land og á Akranesi hafa þeir verið öflugir í stuðningi við íþróttafélög og til marks um það hafa þeir verið einn af aðal stuðningsaðilum knattspyrnunnar um 30 ára skeið.

Leynir Golf
Friðhelgis yfirlýsing

Þessi vefsíða notar fótspor til að við getum veitt þér bestu notendaupplifun. Upplýsingar um fótspor eru geymdar í vafranum þínum og framkvæma aðgerðir eins og að þekkja þig þegar þú kemur aftur á vefsíðu okkar og hjálpa teymi okkar að skilja hvaða hluta vefsíðunnar þér finnst áhugaverðast og gagnlegast.