Opna frístundamótið fór fram laugardaginn 11.maí með þátttöku um 65 kylfinga.  Veðrið lék við kylfinga og gesti Garðavallar sem fögnuðu sömuleiðis vígslu og opnun nýrrar frístundamiðstöðvar.

Helstu úrslit:

Punktakeppni með forgjöf

1.sæti Gísli Borgþór Bogason GR, 37 punktar

2.sæti Hafþór Ægir Vilhjálmsson GL/GSG, 36 punktar (betri á seinni níu)

3.Einar Gíslason GL, 36 punktar

Höggleikur án forgjafar (besta skor)

1.sæti, Hjalti Pálmason GR, 74 högg

Nándarverðlaun (par 3 holur)

3.hola, Bergvin Þórðarson 1.24m

8.hola, Kristinn Hjartarson 3.64m

14.hola, Guðjón Theódórsson 4.09m

18.hola, Rósant Birgisson 3.79m

Golfklúbburinn Leynir þakkar keppendum fyrir þátttökuna og vinningshöfum til hamingju.  Vinningshafar geta sótt vinninga á skrifstofu GL.   Verkalýðsfélagi Akraness (VLFA) eru færðar þakkir fyrir góðan stuðning við mótið.