Frumherjabikarinn fór fram sunnudaginn 12.maí með þátttöku 29 félagsmanna Leynis. Frumherjabikarinn er eitt af elstu mótum Leynis eða frá árinu 1986 og með mikla hefð þegar kemur að innanfélagsmótum Leynis.
Helstu úrslit:
Höggleikur með forgjöf
1.sæti, Þröstur Vilhjálmsson 68 högg
2.sæti, Trausti Freyr Jónsson 69 högg
3.sæti, Heimir Fannar Gunnlaugsson 72 högg
Höggleikur án forgjafar (besta skor)
1.sæti, Davíð Búason 72 högg
Nándarverðlaun (par 3 holur)
3.hola, Tómas Kárason 83cm
8.hola,Trausti Freyr Jónsson 1.54m
14.hola, Viktor Elvar Viktorsson 6.25m
18.hola, Björn Viktor Viktorsson 3.92m
Að loknum höggleik fer fram holukeppni með forgjöf þar sem 16 efstu komast áfram skv. móta skilmálum og heildarfjölda þátttakenda í mótinu. Eftirfarandi leikir skulu fara fram og vera lokið fimmtudaginn 16.maí:
Þröstur Vilhjálmsson – Haukur Þórisson
Davíð Búason – Alfreð Þór Alfreðsson
Trausti Freyr Jónsson – Davíð Örn Gunnarsson
Heimir Fannar Gunnlaugsson – Magnús Daníel Brandsson
Guðjón Viðar Guðjónsson – Viktor Elvar Viktorsson
Búi Örlygsson – Kristleifur Brandsson
Hannes Marinó Ellertsson – Þórður Elíasson
Einar Gíslason – Tristan Freyr Traustason
Kylfingar eru vinsamlega beðnir að hafa samband við sinn mótherja og ákveða leikdag.
Golfklúbburinn Leynir þakkar keppendum fyrir þátttökuna og vinningshöfum til hamingju. Vinningshafar geta sótt vinninga í afgreiðslu GL þriðjudaginn 14.maí.