Nú strax í byrjun maí eru golfmót og aðrir tengdir viðburðir komnir á fullt hjá okkur í Golfklúbbnum Leyni og nóg um að vera næstu daga og vikuna á Garðavelli og í nýrri frístundamiðstöð.
Dagskrá vikunnar 6.maí – 12.maí:
Þriðjudagur 7.maí – Golfreglu kynning kl. 19:00 þar sem farið verður yfir golfreglurnar með félagsmönnum og áhersla lögð á breytingar sem tóku gildi s.l. áramót. Hörður Geirsson alþjóðadómari sér um fræðsluna á golfreglunum.
Miðvikudagur 8.maí – Landsbankamótaröðin mót 1 af 6 fyrir félagsmenn – skráning á golf.is
Miðvikudagur 8.maí – veitingasala verður lokuð milli kl. 10-17 vegna útleigu á veitingasal.
Laugardagur 11.maí – Opið golfmót frá kl. 8-13 í boði VLFA – skráning á golf.is
Laugardagur 11.maí – Opnun og vígsla á nýrri frístundamiðstöð kl. 12-15 – opið hús og fjölskylduhátíð Leynis.
Sunnudagurinn 12.maí – Frumherjabikarinn – innanfélagsmót frá kl. 8-12 – skráning á golf.is
Stjórn Leynis vill hvetja félagsmenn til að kynna sér ofangreint og mæta eða taka þátt eftir atvikum.