Nú strax í byrjun maí eru golfmót og aðrir tengdir viðburðir komnir á fullt hjá okkur í Golfklúbbnum Leyni og nóg um að vera næstu daga og vikuna á Garðavelli og í nýrri frístundamiðstöð. 

Dagskrá vikunnar 6.maí – 12.maí:

Þriðjudagur 7.maí – Golfreglu kynning kl. 19:00 þar sem farið verður yfir golfreglurnar með félagsmönnum og áhersla lögð á breytingar sem tóku gildi s.l. áramót.  Hörður Geirsson alþjóðadómari sér um fræðsluna á golfreglunum.

Miðvikudagur 8.maí – Landsbankamótaröðin mót 1 af 6 fyrir félagsmenn – skráning á golf.is

Miðvikudagur 8.maí – veitingasala verður lokuð milli kl. 10-17 vegna útleigu á veitingasal.

Laugardagur 11.maí – Opið golfmót frá kl. 8-13 í boði VLFA – skráning á golf.is

Laugardagur 11.maí – Opnun og vígsla á nýrri frístundamiðstöð kl. 12-15 – opið hús og fjölskylduhátíð Leynis.

Sunnudagurinn 12.maí – Frumherjabikarinn – innanfélagsmót frá kl. 8-12 – skráning á golf.is

Stjórn Leynis vill hvetja félagsmenn til að kynna sér ofangreint og mæta eða taka þátt eftir atvikum.

Leynir Golf
Friðhelgis yfirlýsing

Þessi vefsíða notar fótspor til að við getum veitt þér bestu notendaupplifun. Upplýsingar um fótspor eru geymdar í vafranum þínum og framkvæma aðgerðir eins og að þekkja þig þegar þú kemur aftur á vefsíðu okkar og hjálpa teymi okkar að skilja hvaða hluta vefsíðunnar þér finnst áhugaverðast og gagnlegast.