Garðavöllur hefur opnað inn á sumarflatir  fyrir almenna umferð kylfinga. Völlurinn lítur vel út og kylfingar ánægðir með ástand hans. 

Veitingastaðurinn Galito Bistro Cafe hefur sömuleiðis opnað og er opunartíminn frá kl. 8:00 alla daga.  Boðið er upp á fjölbreyttar veitingar og drykki.  Gestir Garðavallar og áhugasamir eru hvattir til að kynna sér nýja frístundamiðstöð og hvað nýr veitingastaður hefur að bjóða.