Opna haustmótaröðin fer vel af stað og í móti nr. 2 af 4 sem fram fór laugardaginn 13. október mættu 31 kylfingur.
Garðavöllur er í ágætis standi miðað við árstíma og vill mótanefnd GL hvetja sem flesta kylfinga að taka þátt ef þeir eiga þess kost.
Helstu úrslit voru eftirfarandi:
Punktakeppni með forgjöf
1.sæti María Björg Sveinsdóttir GL, 22 punktar
2.sæti Þröstur Vilhjálmsson GL, 21 punktur (betri á síðustu 6 holum hringsins)
3.sæti Rafnkell K.Guttormsson GL, 21 punktur (betri á síðustu 3 holum hringsins)
Nándarmæling:
18.hola, Haukur Þórisson GL, 1.92m
Golfklúbburinn Leynir óskar vinningshöfum til hamingju og þakkar keppendum fyrir þátttökuna. Vinningum verður komið til vinningshafa við fyrsta tækifæri.