Vinsamlega kynnið ykkur eftirfarandi nú þegar haustar og veður er síbreytilegt.

Undirbúningur Garðavallar fyrir veturinn.

– Slegnar hafa verið vetrarflatir á seinni 9 holum Garðavallar (10.-18.) og tekin hola á þeim.

– Félagsmenn og kylfingar eru vinsamlegast beðnir að hlífa vetrarflötunum fyrir umferð og alls ekki slá af þessum svæðum. 

– Fært verður inn á vetrarflatir þegar veður gefur tilefni til.  Holum 1.-9. verður lokað í vetur. 

– Allar hrífur hafa verið teknar úr sandglompum á Garðavelli og eru kylfingar beðnir um að slá ekki upp úr glompum til að koma megi í veg fyrir óþarfa sandaustur inn á flatir.

Lokun vegna næturfrosts.

– Garðavöllur verður lokaður frameftir morgni laugardaginn 6. október vegna næturfrosts. Gera má fyrir að lokað verði til kl. 10.00 og jafnvel lengur.

– Skilti eru uppi við fyrsta teig þangað til golfvöllurinn opnar. Félagsmenn eru beðnir að fara ekki af stað á 10. teig nema þeir hafi gengið úr skugga um að lokun vallar hafi verið aflétt.

Með von um góða umgengni um Garðavöll

Brynjar Sæmundsson

Vallarstjóri Garðavallar

6. október 2018

Leynir Golf
Friðhelgis yfirlýsing

Þessi vefsíða notar fótspor til að við getum veitt þér bestu notendaupplifun. Upplýsingar um fótspor eru geymdar í vafranum þínum og framkvæma aðgerðir eins og að þekkja þig þegar þú kemur aftur á vefsíðu okkar og hjálpa teymi okkar að skilja hvaða hluta vefsíðunnar þér finnst áhugaverðast og gagnlegast.