Meistaramót barna og unglinga hjá Leyni fór fram dagana 9.júlí til 10.júlí þar sem þátt tóku 22 ungir og efnilegir kylfingar.

Veðrið lét unga kylfinga hafa fyrir hlutunum þar sem vindur og væta lék við hvern sinn fingur.  Ánægja skein samt úr mörgum andlitum og lauk meistaramótinu með lokahófi þriðjudaginn 10.júlí í golfskálanum þar sem grillveisla og verðlaunaafhending fór fram með aðstoð Valdísar Þóru atvinnukylfings úr röðum Leynis.

Fyrirkomulag á meistaramóti var punktakeppni með forgjöf og voru helstu úrslit eftirfarandi:

2×6 holur á litla Garðavelli stúlkur

1.Lena Björk Bjarkadóttir

2×9 holur á Garðavelli, styttri teigar, drengir

1.Birkir Hrafn Samúelsson, 55 punktar

2.Guðlaugur Þór Þórðarson, 52 punktar (betri á seinni níu)

3.Arnar Gunnarsson, 52 punktar

2×9 holur á Garðavelli, styttri teigar, stúlkur

1.Vala María Sturludóttir, 58 punktar

2.Elín Anna Viktorsdóttir, 48 punktar

3.Viktoría Vala Hrafnsdóttir, 20 punktar

2x9holur á Garðavelli, rauðir teigar drengir

1.Tristan Freyr Traustason, 23 punktar

2.Bragi Friðrik Bjarnason, 22 punktar

3.Hilmar Veigar Ágústsson, 17 punktar

2x9holur á Garðavelli, rauðir teigar stúlkur

1.Elsa Maren Steinarsdóttir, 25 punktar

2x18holur á Garðavelli, rauðir teigar drengir 14 ára og yngri

1.Daði Már Alfreðsson, 63 punktar

2.Kári Kristvinsson, 62 punktar (betri á seinni níu)

3.Franz Bergmann Heimisson, 54 punktar

2x18holur á Garðavelli, gulir teigar drengir 15-16 ára

1.Björn Viktor Viktorsson, 62 punktar

2.Ingimar Elfar Ágústsson, 56 punktar

3.Þorgeir Örn Bjarkason, 47 punktar

Golfklúbburinn Leynir óskar öllum keppendum til hamingju með flott meistaramót og vinningshöfum til hamingju með árangurinn.