Björn Viktor Viktorsson ungur kylfingur úr röðum Leynis hóf keppni í dag á Finnish International Junior Championship mótinu sem haldið er á Cooke vellinum í Vierumaki í Finnlandi.

Keppt er í flokkum drengja og stúlkna U16 og U14 en um er að ræða 54 holu höggleiksmót.

Björn Viktor Viktorsson hóf keppni á 10. holu og endaði á +6 á fyrsta keppnisdegi. Gaman verður að fylgjast með mótinu næstu daga og geta áhugasamir fylgst með mótinu á slóð hér sem fylgir: https://golf.fi/kilpagolf/kilpailukalenteri/…

Meðfylgjandi mynd er tekin að loknum fyrsta hring.