Það voru 18 konur sem tóku þátt í Sumargleði Leyniskvenna að þessu sinni. Hér voru mættar algjör hörkutól sem léku 18 holur í rigningu og 6 stiga hita. Keppt var í tveimur flokkum. Annars vegar í punktakeppni með forgjöf og hins vegar í höggleik án forgjafar. Ekki var hægt að vinna til verðlauna í báðum flokkum. Leikar fóru þannig:

Punktakeppni með forgjöf:

1. Helga Dís Daníelsdóttir á 41 punkt

2. Þóranna Halldórsdóttir á 33 punkt

3. Hrafnhildur Geirsdóttir á 30 punkt

Í höggleik án forgjafar:

1. Elín Dröfn Valsdóttir á 97 höggum

2. Bára Valdís Ármansdóttir á 98 höggum

3. Arna Magnúsdóttir á 99 höggum

Kvennanefndin þakkar konum fyrir skemmtilegan dag þrátt fyrir að veðurguðirnir hafi ekki verið með okkur að þessu sinni.